Fundurinn 6. október 2022 - Klara Lísa kom og sagði okkur frá Æskulýðsnefnd Rotary á Íslandi

sunnudagur, 9. október 2022

Þorkell Lillie

Hún Klara Lísa úr Rótarýklúbbnum Görðum í Garðabæ kom í heimsókn til okkar þann 6. október og sagði okkur frá Æskulýðsnefnd Rótarý á Íslandi.  Klara er starfandi formaður nefndarinnar.

Æskulýðsnefnd Rótarý á Íslandi kemur að ungmennaskiptum á milli landa og styður þannig við sýn markmið að efla skilning, velvild og frið á milli landa.  Árlega eru um 8000 ungmenni á heimsvísu sem nýta sér þessa þjónustu.

En ein frábær starfsemi Rótarý sem leiðir af sér góða hluti.