Fundur 29. september - Bjarni Kr. Grímsson kom í heimsókn

fimmtudagur, 29. september 2022

Þorkell Lillie

Upplifum betri heim, skemmtilegan Rotary félagsskap, frið og velsæld fyrir alla.  Þetta var það sem við tókum frá heimsókn Bjarna Kr. Grímssonar Umdæmisstjóra Rotary í morgun, fimmtudaginn 29. september.


Bjarni byrjaði að kynna sig fyrir okkur.  Síðan fór hann yfir hvað Rotary er að gera, hvað er hægt að gera og hvað er það sem gefur þessu félagsstarfi gildi og gleði.  


Það er mjög ánægjulegt að vita til þess að 1,4 millj. manna eru í Rotary og þetta fólk vinnur að því sama, að mynda tengsl og gera heiminn betri.


Takk fyrir mig okkur, Bjarni.  Nú förum við öll sem eitt í að finna lag til að syngja fjórprófið.  Kannski getum við notað lagið Imagine eftir John Lennon.