Nýsköpun

fimmtudagur, 16. apríl 2020

hannaþóra

Hannes Ottósson - fjarfundur

Fundurinn í morgun gekk heldur betur glimrandi vel ... frábær mæting og gott hljóð í fólki!

 

Fyrst heyrðum við í Guðmundi en svo tók Hannes Ottósson við og fjallaði um nýsköpun.  Það er alveg á hreinu að frumkvöðlar eru ekki bara kallar og sprotafyrirtæki eru ekki bara strákar í tölvuleik. Raðfrumkvöðlar eru til.... en af hverju erum við að standa í nýsköpun – jú af því að við viljum vera samkeppnishæf, stuðla að hagvexti og taka þátt í verðmætasköpun. Það er líka gott að hafa í huga að þó svo að fyrirtæki í nýsköpun misstakist oft þá spinnast ný fyrirtæki út frá því - starfsfólkið heldur áfram.

 

Hannes kom aðeins inn á hvað þessar breytingar í dag gætu haft í för með sér. Vangaveltur um það hvort þessi staða í dag myndi sýna fram á að fjarfundir ganga bara ágætlega.  Fólk vinnur vel heima, umferðin minnkar, dregur úr mengunn og eins og Elín talaði um ... við erum núna að máta kjólinn.  Og eins og Guðmundur benti ... Fréttablaðið kemur út þrátt fyrir að flestir starfmenn vinni heima. 

 

Næsta fimmtudag fögnum við sumrinu en nú er bara spurning hvort við stefnum ekki á fjarfund 30 apríl.