Heimsókn á Bessastaði

fimmtudagur, 9. janúar 2020

Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir

Guðni Th. Jóhannesson og Friðdbjörn Möller 



Við hófum árið með því að skunda á Bessastaði á milli hríða í morgun. 

Mjög gaman að heilsa upp á forsetann og fá að sjá allt það sem húsið hefur að geyma. Fornminjar í kjallara og falleg málverk var meðal þess sem við fengum augum að líta.  Heyrðum hvernig Bessastaðir komst í eigu ríksins auk sögur af fortíð ýmisa muna og innréttinga.  Að lokum skáluðum við í postulínsbollum og gæddum okkur á nýbökuðum kleinum.  Aldeilis góð byrjun á deginum.

 

Draugangur er á Bessastöðum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá draug á mynd tókst það ekki. En það voru teknar allnokkrar myndir - held svei mér þá að myndamet hafi verið slegið.