Leiðandi hagvísi Analytica

fimmtudagur, 5. desember 2019

Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir

Fyrirlesari: Yngvi Harðarson

Fimmtudagsfundurinn var haldinn í stóra salnum og hófst með því að Guðmundur sagði okkur aðeins frá því hvað aðventan merkir og má segja að þeir sem aðhyllast grænmetisfæði eingöngu taki jólaföstuna með stæl.

Stella hélt svo þriggja mínútna erindið og sagði okkur frá afa sínum og var með góðar hugleiðingar um hvað tímarnir hafa breyst.

Að því loknu þurftu félagsmenn heldur betur að skerpa sig. Þeir settust á skólabekk hjá Yngva Harðarsyni og lærðu um leiðandi hagvísi, vísitöluútreikninga, skilgreiningu hagsveiflu, trend, og bandhleypisíu. Yngvi fór yfir ferlið og hvaða þættir eru notaðir til að sjá hvort við séum í niður- eða uppsveiflu. Það er kannski ekki gott fyrir okkur mannfólkið að vera of mikið í baksýnisspeglinum en nauðsynlegt í þessu tilviki til að sjá hvað sé í kortunum.

Rótarýklúbburinn Hof lætur ekki sitt eftir liggja í jólatiltektinni. Sigurjóna mun aðeins taka til á fésinu þannig að ef einhver maki dettur út af listanum sem vill fylgjast með þá látið endilega vita ?

Næsti fundur 12 desember verður á vegum skemmtinefndar og hefst kl 19 með fordrykk. Heyrst hefur að þetta verði nú eitthvað ???… svo allir muna að skrá sig?