Rauði Kross Íslands

fimmtudagur, 7. nóvember 2019

Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir

Fyrirlesari Kristín S. Hjálmtýsdóttir 

Fimmtudagsfundurinn hófst með því að Guðmundur dúndraði á okkur smá speki um hrekkjavökuna. Að því loknu var klappað vel og duglega fyrir Helgu og Hildi sem báðar fögnuðu nýjum tug … auk þess sem Hildur gekk í hnapphelduna um síðustu helgi?

Elín tók svo við keflinu og kynnti Kristínu til leiks sem fræddi okkur um allt það góða starf sem Rauða Krossinn stendur fyrir. Konukot, hjálparsíminn 1717, sjúkrabílar, Frú Ragnheiður, fatasöfnun og áfallasjóður eru bara nokkur dæmi um fjöldamörg verkefni RKÍ. Fyrir þá sem vilja fræðast meira eða bjóða aðstoð sína ættu að kíkja á heimasíðu þeirra https://www.raudikrossinn.is/

Á fundinn mættu þrír væntanlegir félagar sem er mikið gleðiefni fyrir klúbbinn.

Bara svo það sé á hreinu þá eiga allir að taka frá 12. desember … þá verður næsta húllumhæ skemmtinefndarinnar ????