Var í umsjá stjórnar
Þakkir til ferða- og skemmtinefndar
Farið yfir punkta um hlutverk nefnda sem settir voru fram í haust.
I. Að efla tengslanet og fjölga félögum í klúbbnum. Nú eru 3 að hugsa sig um.
Minnt á að í haust var sett fram tillaga um að hverri nefnd bæri að bjóða tveimur gestum að sitja fund til kynningar á tímabilinu.
Rætt um hvernig skuli nálgast það að fjölga í klúbbnum. Einnig rætt um hvernig eigi að halda í félaga. Tveir gestir í einu sem jafnvel þekkjast.
Þurfum að taka vel á móti gestum.
Sölupunktar :
Góð fræðsluerindi. Látum gott af okkur leiða ...
Hugmynd kom fram um að halda opinn fund, t.d. kokteilboð?
II. Umhverfismál
Hugmyndir:
Trjárækt
Aldingarður æskunnar. Planta ávaxtatrjám og berjarunnum í tengslum við leikskóla og leikskólabörn. Hugsanlega í samstarfi við Garðabæ. Gætum fengið fræðslu frá skógræktarfélagi.
Fræðsla um flokkun. Jafnvel spjöld inn á heimili til fræðslu.
Ákveðið að fá fræðslu um aldingarða og ræktun. Þyri.
III. Rætt um afmælisferð að vori.
Ákveðið að nefndin haldi áfram með hugmyndina