Fyrsta skemmtiferð starfsársins
laugardagur, 26. október 2019
Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir
Náttúruskoðun í Raufarhólshelli og fræðsla um starfsemi Ölverks
Stuðboltar Rótarýklúbbsins létu sig sko ekki vanta í fyrstu skemmtiferð starfsársins - frábær mæting og full rúta.
Það var margt sem bar fyrir augu og við fræddumst um á ferðalagi okkar. Fegurð í iðrum jarðar, almyrkri, núvitund, i-phone kirkjugarður, rannsóknarefni NASA vegna hugsanlegs lífs á plánetunni mars, bergstrá, bjórgerð, Ölverk og svo sungið á leiðinni heim.
Alltaf stuð ?