Heimsókn umdæmisstjóra

fimmtudagur, 3. október 2019

Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir

Fyrirlesari: Anna Stefánsdóttir umdæmisstjóri

Ferskir vindar blása í dag og það bendir til þess að ferskir vindar munu leika um Rótarý á næstunni en nauðsynlegt er fyrir hreyfinguna að aðlagast breyttu umhverfi til að eflast og styrkjast enn frekar.


Þetta var eitt að því sem kom fram í máli Önnu Stefánsdóttur á fundinum en ásamt henni mætti Björgvin Eggertsson aðstoðarumdæmisstjóri.

Af noðurlöndunum er á Íslandi hæsta hlutfall af konum í Rótarý.  Anna var spurð um það hvort það skyti ekki skökku við að á Íslandi sé það látið viðgangast að fjórir Rótarýklúbbar væru karlaklúbbar þar sem konur eru ekki æskilegar.   Í svari Önnu var það alveg ljóst að það er ekki í anda Rótarý en því miður er lítið hægt að gera.

Rótarý er umhverfis- og loftlagsmál hugleikið og vorum við m.a. hvött til gróðursetningar og að fjalla um umhverfismál. 

Rótarýklúbburinn Hof fékk hrós að vera komin langt miðað við ungan aldur klúbbsins :)

Anna lagði áherslu á að við ættum að vera dugleg að tala um styrkleika klúbbsins... allt það sem við værum að gera og miðla áfram þeirri fræðslu sem við fáum á morgunfundunum.

Gott umtal er það besta til að klúbburinn vaxi og dafni enn frekar.