Bjart framundan

sunnudagur, 29. september 2019

Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir

Bjartur Guðmundsson fyrirlesari

Það var nú ekki annað hægt en að ganga glaður og beinn í baki eftir fundinn í dag.

 

Fyrst kom kveðja frá Ólöfu í Afríku en hægt er að fylgjast með upplifun hennar hér: https://www.safrikuflakk.com/?fbclid=IwAR3PoPyP6qgReTt2-3139XowK-4wzcY6xiR16KW1NBVygadc1KT9yfTA0j0

 

Eftir það hélt Gísli Sigurgeirsson þriggja mínútna erindi um upplifun sína við að vinna í opnu rými.

Bjartur tók svo við og fengu félagsmenn að spreyta sig á ýmsum æfingum fyrir líkama og sál. Flottar vangaveltur um hvað veldur vellíðan og áhrif líkamsbeitingar á hormónakerfið


..... og nú er ekkert annað í stöðunni en að setja það í daglegu rútínuna að fagna innilega í 2 mínútur.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um Bjart og hans fyrirlestra á heimasíðunni:

https://www.optimized.is/