Heimsmarkmiðin og aðgerðir stjórnvalda
sunnudagur, 22. september 2019
Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir
Góð byrjun á fimmtudegi….
Ef einhver var syfjaður í upphafi fundar vöknuðu allir við frásögn Guðrúnar Dóru og það hvernig ónýtur póstkassi tengdi hana við undirheima og fíkniefnalögreglu.
Helga kynnti næst Fanneyju Karlsdóttur sérfræðing hjá Forsætisráðuneytinu til leiks. Hún sagði okkur frá tengslum sínum við Rótarý sem friðarstyrktarþegi Rótarý þar sem hún dvaldi í eitt ár í Ástralíu. Fanney fræddi okkur um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum, aðgerðum stjórnvalda og hvernig þeim er fylgt eftir.
Heimsmarkmiðin eru alls 17 með 169 undirmarkmiðum. Þau gæta bæði haft samverkandi og mótverkandi áhrif. Dæmi um mótverkandi áhrif er að til að koma í veg fyrir hungur í heiminum þyrfti að fella niður mikið af skóglendi til að rækta.
Fanney sagði okkur frá ráðherrafundi SÞ í júlí sl en þar kynnti fosætisráðherra innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum ásamt tveimur íslenskum ungmennum - vakti kynning þeirra mikla athygli. Fanney kom einnig inn á aðgerðir stjórnvalda en valin hafa verið 65 forgangsmarkmið. Öll ráðuneytni, Hagstofan og SÍS hafa verkefnastjórnun og þurfa að kynna markmiðin sín, kortleggja þau og hvernig þeim gengur að innleiða heimsmarkmiðin. Það að þurfa að gefa út skýrslu reglulega er ákveðið aðhald þar sem að hægt er að fylgjast með framförunum. Fanney sagði einnig frá heimsmarkmiðagáttinni sem er ein leið til að tryggja gott samráð og upplýsingamiðlun.
Mjög fróðlegt efni sem tengdist svo sannarlega fundarefni síðustu viku og ekki síður hvernig Rótarý mátar sig við heimsmarkmiðin með því að setja umhverfismálin á oddinn.
Málefni sem kemur okkur öllum við?