Loftlagsmál og grænar lausnir

fimmtudagur, 12. september 2019

Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir

Fyrirlesari var Eggert B Guðmundsson 



Guðmundur hóf fundinn með að segja frá Marglyttunum og afreki þeirra að synda yfir Ermasundið.  Einnig kom hann inn á að með sundinu væru þær að vekja athygli á áhrifum plastmengunnar á lífríki sjávar og hafa þær verið að safna áheitum fyrir Bláa herinn.

 

Elín hélt 3 mínútna erindi um 4. iðnbyltinguna og sýndi okkur myndbandið:

https://www.youtube.com/watch?v=EO2fi9acHWc

 

Hlutirnir gerast hratt og hún velti því fyrir sér hvort við værum undirbúin undir þessar hröðu breytingar og hvað Ísland ætlaði að gera?

 

Fyrirlesari var Eggert B Guðmundsson sem hefur nýlega verið ráðinn forstöðumaður samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir hjá Íslandsstofu.  Eggert býr yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu og hefur auk þess sinnt stjórnarstörfum fyrir fjölda fyrirtækja og félaga.  Eggert er rafmagnsverkfræðingur og að auki hefur hann lokið MBA námi.

 

 

Eggert kom inn á að það væri þrennt sem er að gerast sem við þurfum að veita athygli; Loftlagsmál, Öldrun mannkyns og 4 iðnbyltingin.

 

Til að byrja með skellti hann okkur öllum vel á jörðina með lýsingu á því hvernig stríðið væri tapað.. stöðugt hækkandi koldíoxið í loftslaginu, bráðnun jökla, hækkandi hitastig og í framhaldinu af því kæmi ísöld.  Eftir u.þ.b. 200 ár mun mannfólkið deyja út og þá þegar jörðin er búin að losa sig við mannfólkið mun hún lifa hamingjusöm eftir það.

 

Eggert velti því fyrir sér hvort það væri til önnur mynd… Hvað getum við gert og hvað viljum við gera?

 

Hann lýsti í hverju starf hans felst og hvert væri hlutverk þessa samstarfsverkefnis sem samanstendur af stórum og breiðum hóp með 10 manna stjórn, 2 formenn og einn starfsmann þ.e. hann sjálfan en auk hans á að ráða 2 -3 starfsmenn á næstunni.

 

Hlutverk þeirra er þríþætt:

Fyrsta er svokallað aðgerðarferðalag.. en þar er verið að einblína á atvinnulífið og hvernig það ætlar að taka þátt í breyttu loftslagi.  Íslendingar haka í nokkur box eins og að nota mikið af hreinni orku við framleiðslu – við kyndum húsin okkar t.d. með hreinni orku en varðandi samgöngur þá er það viðfangsefni sem við þurfum að takast á við. Fyrirtæki þurfa að hætta að kaupa bensínbíla og snúa sér að rafmagnsbílum.  Sjávarfyrirtækin og landbúnaðurinn þurfa að vinna í því að vera með sparneytari tæki og vélar þannig að losun úrgangs sé sem lægstur.  En það er samt alveg ljóst að losunin mun aldrei fara niður í 0 en hægt er að minnka hana með bindingu kolefnis á móti út í andrúmsloftið.  Það er t.d. hægt með því að binda berg, binda í eldsneyti eða með skógrækt. Kynning á grænum lausnum erlendis .  Getum við nýtt okkar þekkingu og selt grænar lausnir?  Við getum kynnt dæmi um hringrásarkerfi eins og Bláa lónið þar sem úrgangur úr einum hlekk er notað í framleiðslu í öðru. Almenn og víðtakari kynningarefni sem tengist ímyndaruppbyggingu

 

 

Aðrir punktar sem komu fram í máli Eggerts:

 

Í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er markmið ríkisstjórnarinnar að kolefnishlutleysi verði árið 2040 (losun = binding verði 0)

 

Atvinnulífið þarf að hegða sér almennilega og koma með lausnir

 

Mörg fyrirtæki eru með áform um sparneytnari vélar og t.d. eru áform um að í nánustu framtíð munu flugvélar verði knúnar áfram að hluta til með rafmagni.

 

Eggert kom inn á að rafmagnsbílar geta verið mismunandi umhverfisvænir eftir því hvar þeir eru.  Á Íslandi þar sem rafmagnið er unnið úr hreinni orku er fljótt verið að vinna upp kolefnisporin sem fylgja rafhlöðunum og förgun þeirra.  Í löndum þar sem rafmagn er unnið úr kolum er staðarafmagnsbíla hins vegar allt önnur.

 

Það kom fram í máli Eggerts að við verðum að sporna við þróuninni og hvernig gerum vð það? Með sameiginlegu átaki

 

Gott er að hafa í huga að enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað og með það í huga fóru félagsmenn út í daginn.