Fyrsti fundur starfsársins - kynning

fimmtudagur, 29. ágúst 2019

Hanna Þóra Th Guðjónsdóttir

Fyrsti fundur starfsársins var í umsjón stjórnar klúbbsins en mikið mæddi á Guðmundi forseta vor sem fór yfir sögu og starfsemi Rótarý ásamt því að fara yfir hlutverk og skipan nefnda.



Í máli Guðmundar kom m.a. fram:

·     Klúbburinn verður 5 ára í júní á þessu starfsári.

·     Anna Stefánsdóttir núverandi umdæmisstjóri Rítaý á Íslandi hefur sett umhverfismálinn á oddinn og hvetur alla Rótarý-félaga til að saminast með sér í átaki við að planta trjám til kolefnisjöfnuðar - gaman væri ef við gætum tekið þátt í því átaki

·      Fjöldi Rótarý-félaga víðs vegar að úr veröldinni tók þátt í Reykjavíkurmaraþoni um síðustu helgi þar sem þeir hlupu til stuðnings PolioPlus átakinu en þeir Gísli Bergsveinn félagi okkar og Guðni Gíslason kynningarstjóri Rótarý hlupu þeim til samlætis í þeirri vegferð.  Auk þeirra félaga þá hlupu þau Bjarki, Sigrún, Sigríður Björk, Tinna og Þyri til stuðnings ýmsum góðgerðarsamtökum og en alls tóku um 15 þús. manns þátt

·      Guðmundur fór svo yfir sögu Rótarý, nefndaskipan, hlutverk þeirra og að lokum niðurstöðu könnunar sem var gerð innan Rótarýklúbbsins Hof í mars á síðasta ári. Kynninguna í heild sinni fylgir hér með 

2019-20 Rótarý - starfsemi og nefnda.pdf