Síðasti fundur starfsársins. Samantekt.
Þyri setti þennan síðasta fund starfsársins. Hún lét möppu með fundargerðunum ganga og rifjaði upp dagskrá vetrarins og hversu mikinn fróðleik klúbburinn hefði fengið. Hún fór stuttlega yfir þau verkefni sem klúbburinn styrkti í vetur. Að auki nefndi hún mætingahlutfall vetrarins sem telst nokkuð gott. Farið var lauslega yfir fjármál klúbbsins og og standa þau vel. Þyri fór líka yfir könnunina frá síðasta klúbbþingi varðandi afstöðu klúbbfélaga til starfsins. Niðurstöður voru nokkuð líkar því sem fram kom síðast þegar könnunin var lögð fyrir.
Afmælisbörn maí voru þrjú, Árni, Elín og Elísabet. Húrra fyrir þeim. Þyri viðraði þá hugmynd að gönguferð að vori yrði gerð að árlegum viðburði í anda göngunnar á Helgafell í maí. Sigurjóna sagði að hún ætlaði að fá nemendur í grafískri miðlun til að útbúa mætingarkort sem klúbburinn gæti átt ef erlendir gestir koma. Einnig ætlar hún að fá þau til að gera lítinn bækling með fundargerðum vetrarins. Þetta verður gert í haust.
Annars var rúmur tími í spjall og góður endir á góðum vetri.