Fundargerð 17. maí 2019

föstudagur, 17. maí 2019

Sigurjóna Jónsdóttir

Vel heppnuð vorgleði var haldin í Sveinatungu, glænýjum sal Garðabæjar.



Þema var sumarið og hörð keppni var um sumarlegasta klæðnaðinn. Geggjaður matur og brugðið var  á leik á léttum nótum. Hin frábæra Anna Þóra uppistandari heimsótti okkur. Hún fór út fyrir boxið á eldri árum og fór að troða upp, við urðum ekki  fyrir vonbrigðum. Jón Sigurðsson, oft nefndur 500 kallinn spilaði og söng eins og enginn væri morgundagurinn. Skemmtinefndin fær fullt hús stiga eins og fyrri daginn.