Tölvu- og netfíkn var aðalefni dagsins.
Myrkrið og kuldinn bítur okkur enn á morgnana þrátt fyrir hækkandi sól. Það létu klúbbfélagar ekki á sig fá í morgun og alveg ágæt mæting, aftur fengum við góða gesti. Nútímavandinn, tölvu og netfíkn var aðal efni dagsins.
Guðmundur viðtakandi forseti setti fundinn sem var í umsjón Ungmennaþjónustunefndar.
Gísli Sigurgeirsson var með þriggja mínútna erindið en hann fjallaði um bók sem byggð er á sögu Agnesar Magnúsdóttur, síðastu manneskjunar á Íslandi sem var hálshöggvin.
Við fengum tvö fréttaskot , Gísli Ívars sagði okkur frá því að hann væri á leið til Noregs um helgina á vegum Rótarý þar sem félagaþróun væri umræðuefnið. Ólöf sagððist vera nýkomin af Bett ráðstefnu í London (þar sem allt það nýjasta í upplýsingatækni er á borðum. Hún sagði áberandi hversu margir frá Asíu hefði verið þar að sýna.
Aðal fyrirlesari dagsins var Þorsteinn K Jóhannsson framhaldsskólakennari og tölvufíkill í bata. Þorsteinn sagðist vera fyrstu kynslóðar tölvufíkill. Í byrjun sagði hann okkur aðeins frá lífshlaupinu. Hann sagði okkur meðal annars frá einkennum tölvufíknar hjá unglingum annars vegar og fullorðnum hins vegar. Hann fór yfir nokkrar mismunandi tegundir netfíknar og líkamleg einkenni tölvufíknar.
Hann hefði fyrst lent í vandræðum ca 9 ára þegar hann fór í spilakassa þar sem hann eyddi öllum blaðapeningunum, ævintýrið endaði á því að lögreglan þurfti að leita hans. 14 ára fékk hann fyrsta tölvuleikinn. Hann endað næstum í tossabekk í unglingadeild og framhaldsskólagangan var gloppótt. Hann sagðist hafa verið 20 ára þegar hann uppgötvaði netið en þá hefðu aðeins þrír hópar notað netið. Starfsmenn símans, tölvunarfræðingar og svo hann sjálfur. Hann sagði að fjandinn hefði orið laus á netinu. 33 ára rankaði hann við sér, kvenmannslaus í 8 ár og fluttur í foreldrahús og átti bara skuldir. Þá hefði hann ákveðið að gera eitthvað í sinum málum. Þegar hann fór að vinna í BT þá fékk hann það hlutverk að prófa alla tölvuleiki og þegar hann varð vitni að slagsmálum vegna útkomu tölvuleiks hefði hann áttað sig á að þetta var verulegur vandi.
Þorsetinn sagði að tölvan hefði ýmsi jákvæð áhrif. T.d. á rökhugsun, snerpu, stærðfræðigetu, rýmisgreind, tungumálakunnáttu, tæknikunnáttu, sköpunargáfu og væri öflugt vinnutæki.
Hann nefndi nokkur dæmi um einkenni tölvufíknar hjá unglingum sem væru t.d.
· Mest allur tími utan skóla væri notaður í tölvur
· Mikil þreyta, jafnvel á skólatíma
· Verkefni í skólanum hrannast upp
· Einkunnir lækka
· Logið til um tölvunotkun
Einnig fjallaði hann um einkenni tölvufíknar hjá fullorðnum, þar á meðal:
· Öfgakenndar tilfinningar
· Viðkomandi væri með tölvuna á heilanum
· Aukin tölvunotkun sem fer að hafa alvarlegar afleiðingar
· Reiði, þunglyndi og kvíði fara að koma upp þegar tölvan er ekki til staðar.
Það eru til margar mismunandi gerðir netfíknar, netspilafíkn, kynlífsnetfíkn, sambandsnetfíkn, tölvupóstfíkn, verðbréfabrask á netinu- fíkn og netuppboðsfíkn. Auk þess nefndi hann nokkur líkamleg einkenni tölvufíknar, þar á meðal sinaskeiðabólga, svefntruflanir, eymsli í baki og hnakka, höfðuverkur, óreglulegt mataræði og jafnvel hreinlæti gæti verið ábótavant.
Hann sagði að hann hefið t.d. verið orðinn ríkasti maðurinn í Eve online um tíma. Mamma hans hefði svo spurt hann að því af hverju hann notaði ekki þessa hæfileika í raunheimum sem hann gerði svo síðar. Í tölvuheiminum þá héldu margir að þeir ættu fullt af vinum en það væri ekki raunin þegar á reyndi.
Hann benti á að þeir sem væru haldnir tölvufíkn gætu ekki verið í samböndum, tölvan fengi allar tilfinngarnar og makinn restina og gæfist þar með upp.
Hann benti líka á þá staðreynd að ekki væri hægt að hætta í tölvunum, frekar en að hætta að borða, þar sem símar væru tölvur.
Tilgangur hans með fyrirlestrunum væri að opna augu fólks fyrir þeirri staðreynd að þetta væri fíkn.
Í lokin fór Þorsteinn yfir nokkur atriði sem hann vill meina að séu hættumerki. Til dæmis þegar tölvan er tekin fram yfir skóla eða vinnu, eða tekin fram yfir vini, fjölskyldu og áhugamál og þegar tölvan er tekin fram yfir eigin heilsu. Heildartími fyrir framan tölvuna er ekki mælikvarði á yfirvofandi tölvufíkn heldur hvaða áhrif tölvunotkunin hefði hjá viðkomandi at mati Þorsteins. Núna er verið að bjóða uppá meðferð í helbrigðir tölvunotkun og eru að opnast stuðningshópar (en þó ekki 12 spora samtök).