Fyrirtækjaheimsókn í Distica.
Í morgun vorum við í miðjum Garðabæjar, í Distica í Hörgartúni.
Birgir Hrafn félagi okkar tók aldeilis vel tekið á móti okkur. Borð hlaðið veitingum beið okkar í fundarherberginu. Lítill fugl sagði að þetta herbergi væri eiginlega fæðingardeild klúbbsins okkar því þar hefðu fyrstu fundir átt sér stað í aðdraganda stofnunar klúbbsins.
Í byrjun sýndi Birgir okkur stutt myndband sem útskýrir starfsemi Veritas samstæðunnar.
Veritas samstæðan er samsett úr nokkrum einingum sem eru , VISTOR, DISTICA, ARTASA, MEDOR OG STOÐ. Í samstæðunni starfa samtals 230 manns. DISTICA sér um 62% af dreifingu lyfja hér á landi til sjúkrahúsa, apóteka, heilbrigðisstofnana o.fl.
Þróunin í smásölu lyfja á Íslandi fá 1995 til 2017 hefur verið sú að sjálfstæðu apótekunum hefur fækkað mikið og stóru keðjurnar komnar með stóra markaðshlutdeild, s.s. eins og Lyfja og Lyf og heilsa. Þó eru sjálfstæðu apótekin aftur að koma inn í auknum mæli. Birgir er yfir vöruhúsi Distica en dreifikerfi vöruhússins er stórt, þar má nefna aptóek, sjúkrastofnanir, læknar, dýralæknar, læknarstofur, tannlæknar og sjúkraþjálfunarstofur svo eitthvað sé nefnt.
Starfsferlar Distica eru: Innflutingur, birgðahald og dreifing. Stöðugt mat fer fram á árangri og er gerð mikil krafa um að allt sé rétt. Til dæmis eru gerða mælingar á eigin árangri, þar sem mælt er hversu oft rangar afgreiðslur eiga sér stað en skekkjumörkin er afar lítil þar. Einnig þarf að eiga sér stað úttekt á dreifingaraðilum til að tryggja að allt sé gert rétt í flutningum s.s. hitastig vörunnar.
Í lokin vöknuðu að sjalfsögðu ýmsar, t.d. þegar lyfjaskortur verður á Íslandi, hvað valdi því? Fram kom að stundum gæti það verið að samheitalyf væri tekið af markaði eða að ófyrirsjánaleg eftirspurn myndaðist. Reynt væri að styðgjast við þá reglur að til væru 8 til 10 mánaða birgðir. Einnig voru vangaveltur varðandi útrunnin lyf. Þar kom fram að misjafnt væri hvaða lyf við værum að tala um, þegar lyf rennur út er verið að tala um að tryggð sé hámarksvirkni fram að þeim degi en t.d. verkjalyf myndu þá minnka í virkni þó þó væru útrunnin og í flestum tilfellum í lagi með slík lyf eftir síðasta söludag.
Áhugavert að fylgjast með þessum lyfjarisa sem er staðsettur í hjarta Garðabæjar.