Fjölbreytt vinna í gleði og sorg var boðskaður dagsins. Við fengum kynningu á verkefninu börn í sog og nýrri heimasíðiu www.arnarvaengir.is
Gaman að sjá hvað margir mættu í dag en fundurinn var í umsjón samfélagsþjónustunefndar.
Þyri forseti seti fundinn og sagði okkur frá bréfum sem hefðu borist klúbbnum. Bréf var frá Garðari umdæmisstjóra þar sem fram kemur að búið sé að velja umdæmisstjóra fyrir árin 2021 til 2022. Annað bréf var vegna sumarbúða á vegum Rótarý og voru klúbbfélagar hvattir til a kynna sér það.
Afmælisbörn febrúar voru tvö, Gísli S og Sigríður Björk, bestu afmælisóskir til þeirra.
Sigrún L var með þriggja mínútna erindið. Hún sagðist áður hafa rætt persónulegar áskornir í slíku erindi og ætlaði að halda því áfram. Hún sagði okkur frá Landvættum sem byggist á fjórum þrautum á 12 mánuðum, skíðaganga, hjólreiðar, vatnasund og fjallahlaup, eitt í hverjum landsfjórðungi. Sigrún er að vinna að þessu verkefni, spennandi hjá henni.
Gestur dagsins var Heiðrún Jensdóttir. Hún sagði okkur frá verkefninu sem Rótarý Hof styrkir og tengist börnum í sorg. Verkefnið hefur fengið nafnið Örninn en um er að ræða sumarbúðir fyrir börn. Hún byrjaði á því að þakka klúbbnum fyrri stuðninginn.
Heiðrún sagðist vera ósköp venjuleg kona, í vinnu og með fjölskyldu. Sonur hennar tók sitt eigið líf árið 2014 og ákváðu hjónin þá að láta sorgina ekki buga sig og vinna með hana. Fljótlega eftir þetta var stofnaður hópur í Vídalínskikirkju fyrir foreldra sem misst höfðu börnin sín og hittist hópurinn einu sinni í mánuði. Þegar sonurinn hennar lést átti hann 10 ára dóttur og þá fór Heiðrún að skoða hvað gert væri fyrri börn í sorg og sá að víða erlendis voru sumarbúðir starfræktar fyrir börnin. En hér á landi var lítið sem ekkert í boði. Hún ræddi málin við Jónu Hrönn í Vídalínskirkju, þar var afar vel tekið í hugmyndina að stofnun sumarbúða fyrir börn í sorg. Í framhaldinu var verkefnið Örninn stofnað. Örninn er sterkur og kröftugur og flýgur hæst af öllum fuglum og er sendiboði milli himins og jarðar.
Í fyrstu fóru 20 börn í Vindáshlíð og var verkefnið vel undirbúið því mikilvægt er að fara vel af stað. Í sjálfboðaliðahópnum er fjölbreyttur hópur fólks úr mörgum starfsstéttum, kokkur, prestur, sálfræðingur og allt þar á milli. Meðan á dvölinn stendur er til dæmis unnið í listasmiðju sem tvær listakonur stýra. Þar fer fram einskonar úrvinnsla úr sorginni. Einnig er unnið með staf sem börnin skreyta og er hugmyndin seú að stundum þurfi staf til að styðja sig við. Haldin er kvöldvaka og þarna er bæði gleði og sorg. Í sumarbúðunum skapast vinátta og krakkarnir fá tækifæri til að hitta aðra sem tala sama tungumál.
Núna hefur verið ákveðið að fara með 50 börn í sumarbúðirnar einu sinni á ári, hist er bæði fyrir og eftir dvölina. Hópnum er skipt eftir aldri, yngri hópur er 10-12 ára og eldri hópur er 13 til 18 ára. Aðstandendum verður boðið að koma í lokin þegar dvölin endar. Börn alls staðar af landinu geta tekið þátt. Ný heimasíðua www.arnarvaengir.is hefur verið opnuð og þar er hægt að skrá börn. Kærleikur, kraftur og von eru slagorðin. Einstaklega áhugavert verkefni sem klúbburinn okkar getur verið stoltur af að styrkja.