Fundargerð 14. mars 2019

fimmtudagur, 14. mars 2019

Sigurjóna Jónsdóttir

Hinn fjölhæfi Ingvar Jónsson frá Prófectus var fyrirlesari dagsins. Hann sagði okkur meðal annars frá bókinni Sigraðu sjálfan þig.

Þyri forseti setti fundinn sem er sá 25. á starfsárinu. Fundurinn var í umsjón starfsaþjónustunefndar.
Aðal gestur dagsins var Ingvar Jónsson frá Profectus. Ingvar er menntaður á ýmsum sviðum, auk þess er hann tónlistarmaður og rithöfundur.
Hann sagði í byrjun að tilgangur erindisins væri í raun að útskýra tilganginn með því sem hann er að gera. Eftir að hafa menntað sig og fengið góð starfstilboð var markþjálfun það sem hann vildi leggja áherlsu á.  Ingvar sagðist hafa tekur rúmlega 1300 viðtöl, allir sem hann hefði talað við eigi eitt sameiginlegt. Að það sé gjá á milli þess sem fólk veit og vill og þess sem komið er í verk. Þegar við komum ekki því í verk sem við ætlum fer sjálfstraustirð að bíða hnekki ítrekað. Megintilgangur markþjálfunar er að fólk læri meira um sjálft sig. Að fólk fari að gefa sér séns. Góður markþjálfi þarf að hafa hugrekki í að spyrja óþægilegra spurninga.
Ingvar skrifaði nýlega bókina Sigraðu sjálfan þig. Þar koma fram aðferðir sem hafa virkað í markþjálfun, um er að ræða 21 dag í markþjálfunarferli. Núna hefur Ingvar notað bókina með um 200 manns í markþjálfunarferlinu. Fjórar meginspurningar eru þar

 

1.      Hvað er gott við daginn í dag?

      Hvað ætla ég að gera betur á morgun?

3.       Hvað lærði ég um mig í dag?

4.       Hvað gerði ég í dag sem ég hef aldrei gert áður?

Hvað gerist ef við gerum eitthvað nýtt á dag í 21 dag?

Bókin er ferðalag, hvað er það sem mig langar að fá út úr deginum? Ingvar vitnaði í rannsókn á sjálfsþekkingargreind sem sýnir að við erum í miklum vexti á ákveðnum tíma en verðum svo flöt, svo fer hún af stað aftur. Frá 25 ára gleypir lífið mann og fram til 50 ára. Hann sagði að meðalaldur þeirra sem kæmu til hans í marþjálfun væri 49 ár og 80% konur sem virðast hafa meira frumkvæði.
Afar áhugavert og spennandi.
Við fengum einnig  þrjá gesti frá Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi,  en það voru Guðlaug Birna, Gísli og Guðmundur. Gísli sagði að klúbburinn væri 19 ára og kynjalhlutfall væri nokkuð jafnt. Hann sagði að árlega væri þeim skipt upp í hópa sem myndu heimsækja aðra klúbba. Þau myndu svo segja frá reynslu sinni af heimsókninni og hvað þau gætu lært af öðrum klúbbum. Hann sýndi okkur svo myndband sem hvatti okkur til að sækja umdæmisþing Rótarý sem haldið verður í Kópavogi 11. og 12. október næstkomandi.