Fundargerð 21. mars 2019

fimmtudagur, 21. mars 2019

Sigurjóna Jónsdóttir

Klúbbþing þar sem margt var til umræðu.

Könnun var lögð fyrir og lítil umræða spannst um hana. Könnunin var einnig lögð fyrir á síðasta starfsári og ákveðið að leggja hana fyrir aftur í þeirr viðleitni til að gera klúbbinn okkar sem bestan.  Niðurstöður þessarar könnunar verða kynntar á síðasta fundi starfsársins sem kæmu þá næstu stjórn til vonandi góða.
Samstarf við aðra klúbba:  ekki var áhugi klúbbfélaga á að blanda saman árshátíð eða uppskeruhátíð klúbbsins með öðrum klúbbum, en væri gaman að bjóða klúbb til okkar eða fara í heimsókn til þeirra og svo mætti hugsa sér að við skiptum liði og gera eins og Rkl. Borgir gera til dæmis.
Gísli Ívars nefndi kannski að vori eða hausti og gera eitthvað í leiðinni
Félagaþróun:  farið yfir hvað við hefðum rætt í sambandi við félagaöflun, að bjóða fólki, halda kynningarfund fyrir fyrirtæki og bjóða svo á fund, nota samfélagsmiðla o.fl.  Fólk hefur mikið að gera og mikil samkeppni um tíma fólks, síðan væri tengslanet fólks mismunandi.
Hugmynd að hver félagi hugsi upp nöfn 3ja einstakling og bjóði svo á fund þegar eitthvert gott og áhugavert fyrirlestrarefni er.

Umræða um nefndirnar, hvert hlutverk þeirra sé, bent á að nöfn nefndanna vísi í hlutverk þeirra. Rætt um fjórprófið sem klúbburinn okkar notar. Gísli Ívars taldi að Einar Ragnarsson úr Árbænum væri höfundur þess og þar væri þetta notað, hann taldi að aðeins fjórir klúbbar væru að nota þetta. Guðmundur ræddi örstutt um væntanlega Nepal ferð nokkurra klúbbmeðlima. Hugmynd um að skilja eitthvað eftir sig þar og aðeins rætt hvað það gæti verið. Töluverð umræða spannst um:

- virkni í nefndum og vanvirkni, pæling hvort hver félagi sæi jafnvel einn um einn fund í stað vanvirkrar nefndar.

- einhæfni fyrirlestra sem gerði að verkum að mann langaði síður að mæta.  Helgast af áhuga þeirra sem eru að sjá um daginn og möguleika á að fá fyrirlesara

-  Velt var vöngum yfir af hverju það eru jafnvel 2 fundir í röð þar sem sama nefnd þarf að vinna með í stað ef fundirnir væru dreifðari yfir tímabilið.  Palli kom inn á að það hefði verið ákveðið að prófa þetta fyrirkomulag en ekkert er meitlað í stein. 

Guðmundur nefndi örsnöggt fyrirhugaða Nepalferð.