Fjármálaverkfræði var þema dagsins. Bjarki félagi okkar var með virkilega áhugavert starfsgreinaerindi.
Bjarki hefur lokið Cand. Scient. prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ og PhD í rafsegulfræði frá NTNU. Hann hefur fjölbreytta starfsreynslu hérlendis og erlendis og fór aðeins yfir það. Núna starfar Bjarki sjálfstætt við þróun fasteignaverkefna og við ráðgjöf.
Nám er almennt orðið meira þverfaglegt og það eru mörg svið innan verkfræðinnar eins og Bjarki rakti.
Verkfræðingar beita aðferðum úr stærðfræði, tölfræði og eðlisfræði til að leysa hagnýt verkefni.
Hann tók þrjú dæmi af hagnýtum verkefnum fjármálaverkfræðinga. Eitt þeirra var verðmat fyrirtækja/skuldabréfa. Annað tengdist tækni og fjármálum og það þriðja tengdist áhættustýringu.
Tíminn flaug frá okkur eins og gerist þegar efnið er spennandi og virkilega gaman að fá innsýn í störf klúbbfélaga. Fundargerðin í heild kemur síðar á klúbbsíðuna.
Aðeins var minnst á Rótarývefinn www2.rotary.is en vefurinn er orðinn virkur á ný eftir tölvuárás. Þó virka klúbbasíðurnar ekki. Við erum hvött til að fara inn á vefinn og breyta lykilorðum okkar og yfirfara upplýsingar s.s. netföng.
Tinna nefndi í lokin að Nepalfarar myndu heimsækja klúbb þar sem þau hafa sett sig í samband við. Við fáum frekari upplýsingar um það fljótlega.
Bjarki sagði að 7. maí væri fyrirhuguð gönguferð á Helgafell (ef rétt er munað).
Jóna minnti okkur á að taka 17. maí frá fyrir árshátiðina.