Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja var umfjöllunarefni dagsins. Segja má að það hafi vakið upp ýmsar spurningar og hugleiðingar varðandi framtíðina.
Þyri forseti setti fundinn sem var í umsjón Samfélagsþjónustunefndar.
Jóna sagði að skemmtinefndin lofaði góðu kvöldi á vorgleðinni í maí og hún hvatti okkur til að finna litrík föt í páskafríinu. Bjarki minnti á gönguna á Helgafell sem er fyrirhuguð 7. maí kl. 18.
Í þriggja mínútna erindinu sagði Sigríður Björk frá skyndiferð til ANGKOR í Kambódíu. Hún sýndi okkur margar skemmtilegar ljósmyndir af stórkostlegum stein- listaverkum.
Þorsteinn Kári Jónsson verkefnastjóri hjá Marel var gestur dagsins en þemað var samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Hann hefur í gegnum tíðina aðstoðað stór og smá fyrirtæki í að tengja saman stefnumótun og samfélagslega ábyrgð
Hann sagði að mikilvægustu tólin í samfélagslegri ábyrgð væru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Margt fellur undir samfélagslega ábyrgð, þar má nefna jafnrétti, umhverfi, styrki og nýsköpun og þróun.
Megin kjarninn í starfsemi Marel tengist kjúklingarætkunun og fisk- og kjötiðnaði, en um er að ræða lausnir fyrir vinnslu á öllum stigum.
Það eru fjórir punktar sem eru sérstaklega mikilvægir næstu 30 árin segir Þorsteinn. Fólksfjölgun verður mikil, framboð af hrávöru minnkar, sífellt fleiri flytja til borga og miðstéttin vex ört. Hann fór yfir ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars hversu mikil matarsóun er í heiminum og hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum koma úr matvælaframleiðslu.
Þorsteinn benti á að mikil skekkja væri í kerfinu og Marel vildi taka á því. Þorsteinn sagði að Marel væri bæði að tala við framleiðendur og neytendur, t.d. væri fyrirtækið að hjálpa til við að búa til neytendavænni umbúðir.
Sjálfbærnimarkmið sameinuðu þjóðanna eru 17 og skýr og einföld í framsetningu. Þau eru kortlagning á því hvernig við leysum þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir.
Marel hefur sett fókusinn á þrjú þeirra en það er, ekkert hungur, nýsköpun og uppbygging og ábyrg neysla og framleiðsla.
6% af tekjum Marels fara í nýsköpun og telst það hátt hlutfall. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á sjáfbærari lausnir. Þar nefndi Þorsteinn sem dæmi vatns- laser fyrir fiskvinnslu, þar sem beinin eru skorin úr fiskinum , þanig eykst nýtni hráefnisins til muna. Með þessu móti er auk þess hægt að nýta krafta þeirra sem áður voru að skera fiskinn og setja kraftinn inn á verkfræðistofur. Hann nefndi annað dæmi um kjúklingaverksmiðju í Gambíu þar sem tæknin hafði raunveruleg áhrif á samfélagið þar til hins betra. Í lokin sagði Þorsteinn að áherslan væri á að framleiða gæðamat á sjálfbærari hátt. Virkilega áhugavert erindi sem vakti upp spurningar.
Næsti fundur okkar verður svo 2. maí og það er jafnframt síðasti mánuðurinn á þessu starfsári.