Hressandi fyrirlestur í byrjun dagsins. Mikilvægi húmors á vinnustað.
Þyri forseti setti þennan 31. fund starfsársins sem var í umsjón Starfaþjónustunefndar. Hrönn var með þriggja mínútna erindi. Hún og vinkonur hennar fóru nýlega til Marrakesh og ákváðu að fara út fyrir þægindarammann en þær skelltu sér í ferð í loftbelg. Skemmtileg frásögn.
Gestur dagsins var hin glaðlega Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun. Erindi hennar bara heitið: Þrjár leiðir til að ná sér í yngri maka, nei djók, gott að hafa náð athygli þinni. Inntakið var mikilvægi húmors á vinnustað.
Í byrjun sagði hún okkur að nokkra skemmtilega brandara svo ritari datt alveg út við skráninguna og lét hláturinn taka völdin.
Ingrid sýndi okkur meðal annars tvö skemmtileg myndbönd. Annað var tekið í lest snemma morguns þar sem hlátur breytti fúllyndum farþegum á auga bragði. Hitt var tekið á skurðstofu í byrjun vinnudags þar sem gleði og húmor var alls ráðandi til að undirbúa daginn. Þetta var líka mjög hressandi og skemmtilegt fyrir okkur í byrjun dagsins. Hún tók dæmi af starfi Patc Adams sem ferðast um og skemmtir sjúklingum með hláturvagni.
Ávinningur húmors er margþættur og þar kom Ingrid inn aldeilis marga þætti:
Léttir andrúmsloftið
Dregur úr streitu
Eykur sköpunargleði og námsgetu
Eykur samkennd og eflir móral
Eykur vellíðan
Betri ákvarðandi
Bætir frammistöðu og eykur afkköst
Eykur seiglu
Þetta er enginn smá listi og fjölmargar ástæður til að taka húmorinn með sér í vinnuna.
Ingrid talaði einnig um lækningarmátt hláturs og þar nefndi hún meðal annars þetta:
Hlátur eykur súrefnisupptöku lugnanna
Styrkir ofnæmiskerfið
Minnkar slæma kólesterólið og eykur það góða
Er verkjastillandi
Eykur brennslu og hungurhormónið minnkar
Hefur yngjandi áhrif og lengri lífið
Og er meðal við sorg
Já hér eru líka ótal margar ástæður fyrir því að hafa húmorinn að leiðarljósi í daglega lífinu.
Hún tók einnig mörg skemmtileg dæmi og sýndi okkur myndir sem hún tengdi við mismunandi tegundir húmors, svo sem, hörmungarhúmor, fyndin prófsvör, gálgahúmor, ógæfuhúmor og yfirlætishúmor.
Í þessari frábæru upptalningu missti ritari aftur þráðinn því það var svo gaman að hlusta á alla brandarana. Einn góður náðist þó, viti þið af hverju Hafnfirðingar vilja alltaf sitja fremst í bíó? Til að þeir verði fyrsti að sjá myndina. Hún endaði á þessum orðum „höfum gaman í vinnunni og sjáum spaugilegu hliðarnar“.