Fundargerð 2. maí 2019

fimmtudagur, 2. maí 2019

Sigurjóna Jónsdóttir

Áhugavert efni var til umfjöllunar á fundinum í morgun. Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind – eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis? Elva Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar fjallaði um þetta mikilvæga mál.



Þyri forseti setti fundinn. Í byrjun afhenti Guðmundur viðtakandi forseti fána frá tveimur klúbbum í Nepal sem hann, Guðmunda og Tinna heimsóttu í Nepal- ferð sinni í apríl.
Apríl er greinilega aðal afmælismánuður klúbbfélaga en það voru; Guðrún, Hanna Þóra, Heimir, Knútur og Ólöf áttu afmæli í nýliðnum mánuði og óskaði Þyri þeim til hamingju.
Gullveig var með þriggja mínútna erindi. Hún talaði um menningarfærni og mikilvægi þess að skilja hvert annað og að við lærum hvert af öðru.
Það var ánægjulegt að fá einn gest á fundinn en það var Júlía Rós Atladóttir.

Fyrirlesari dagsins var Elva Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Erindi hennar bar heitið – Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind – eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?
Fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með fjölmiðlum og leyfisveitingum. Nefndin var stofuð árið 2011 og tók við af Útvarpsréttarnefnd. Elva Ýr sagði að miklar breytingar hefðu átt sér stað á þessum 8 árum. Eftir kjör Trump urðu menn varir við miklar breytingar, Brexit og svo kosningar í mörgum ríkjum hefðu haft mikil áhrif. Í byrjun talaði um um þrjú hugtök/þrjú viðfangsefni:

·         „Mis information“Þegar röngum upplýsingum er deilt, en ekki ætlað að valda skaða

·         „Dis information“ þegar röngum upplýsingum er deilt og er ætlað að valda skaða.

·         „Mal information“ Þá er réttum upplýsingum deilt og ætlað að valda skaða (til dæmis persónulegum skilaboðum sem ekki er ætlað að verða opinber)

 Elva Ýr varpaði fram þeirri spurningu, hvernær væri líklegt að upplýsingaröskun ætti sér stað og sagði meðal annars að upplýsingar sem hreyfa tilfinningalega við fólki fái mesta athygli og auðvelt væri að virkja neikvæðar tilfinningar fólks. Hún sagði að það væru ekki góðar fréttir að falsfréttir dreifðust sex sinnum hraðar en annars. Hún sýndi okkur myndir af nokkrum falsfréttum sem Rússar keyptu á FB og sagði einnig  að stór hluti falsfrétta hefði átt upptök sín í bæ einum í Makedóníu. Þar var um að ræða viðskiptamódel til að stuðla að dreifingu og græða pening.
Hvatinn að því að dreifa röngum upplýsingum er að veikja lýðræðið.
Hún nefndi dæmi um Cambrigde Analytica þar sem upplýsingar voru notaðar um einstaklinga án þeirra vitundar. Persónuleikapróf á samfélagsmiðlum eru að greina upplýsingar um þig og e.t.v. alla vini þína.
Gervigreindin er orðin eins og fólk sé að skrifa texta sjálft og jafnvel myndbönd og hægt er að breyta tali og texta sem sýnt er í raunútsendingu.
Viðbrögð í Evrópu eru nú þegar hafin og/eða eru í bígerð til að sporna við falsfréttum.
Í lokin sagði hún að okkur stafaði meiri ógn af þessu í minni samfélögum en ella. Þar sem mikið traust ríkir grefur hraðar undan. Ísland og Norðulöndun eru þar á meðal.
Tíminn flaug frá okkur og greinilegt að hægt hefði verið að eyða löngum tíma í þetta mikilvæga efni.